AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 03/2025
Effective from  21 MAR 2025
Published on 21 MAR 2025
 

 
Verklag vegna GNSS truflana / GNSS Interference Procedures
Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS

1 Inngangur

Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að veita upplýsingar og leiðsögn um kröfur sem gilda fyrir flugrekstraraðila innan íslenska flugstjórnarsvæðisins um tilkynningar til flugumferðarstjórnar vegna GNSS truflana (GNSS truflanir og/eða falsanir) og verklag flugleiðsöguþjónustu gagnvart loftförum sem orðið hafa fyrir GNSS truflun á flugi.
Eftirfarandi skilgreiningar eru notaðar í þessu upplýsingabréfi:
  1. GNSS truflun -  GNSS truflun fer þannig fram að truflari sendir frá sér merki sem ætlað er að kæfa merki frá gervitunglum. Öll tæki sem nýta sér gervitunglamerkin til staðsetningar eða til að stilla klukku í nágrenni við truflara, þ.m.t. flugvélar, geta þá lent í vandræðum með að ná nógu góðum merkjum frá gervitunglum og staðsetning verður þar af leiðandi ónákvæm.
  1. GNSS fölsun -  GNSS fölsun fer þannig fram að falsað gervitunglamerki er sent úr sérstöku tæki. Geta afleiðingarnar orðið þær að flugmaður telur flugvélina vera annars staðar en hún raunverulega er. Í sumum tilfellum getur flugmaður ekki greint slíka fölsun og því hætta á að flugvélar berist af leið.

2 Bakgrunnur

Frá því í febrúar 2022, hefur orðið aukning í tíðni og alvarleika atvika sem orsakast af GNSS truflunum og/eða fölsun. Einnig hefur orðið mikil framþróun hjá þeim sem stunda slíka truflun/fölsun.
Veitendur flugleiðsöguþjónustu á norður Atlantshafi hafa fylgst með áhrifum GNSS truflana og unnið saman  að því að kynna samræmt verklag sem notað er þegar loftfar sem orðið hefur fyrir GNSS truflun flýgur inn í  NAT Region.
Dæmi um áhrif GNSS truflana og/eða falsana má finna í öryggistilkynningu frá EASA númer: 2022-02R3
( https://ad.easa.europa.eu/ad/2022-02R3).
Eftirfarandi eru vandamál sem hafa áhrif á flug yfir Norður-Atlantshafi:
  1. Algert útfall eða bilun kerfa í loftförum sem nota GNSS fyrir klukku eða til staðsetningar, sem getur haft eftirfarandi í för með sér: 
    1. töpuð eða óáreiðanleg ADS-B gögn, 
    2. töpuð eða óáreiðanleg ADS-C gögn, (til dæmis tímavillur) 
    3. CPDLC samskipti ekki virk.
  2. Vanhæfni til að stýra eða viðhalda flugi í samræmi við RNAV eða RNP forskrift sem byggð er á GNSS. 
Ath. 1: Leiðsöguforskriftar RNAV 10 (RNP 10) og RNP 4 er krafist til að beita aðskilnaðarreglum byggðum á hæfnibundinni leiðsögu. 
Ath. 2: RNP 4 krefst að minnsta kosti eins virks GNSS kerfis. 
Ath. 3: RNAV 10 (RNP 10) er krafist til að fljúga innan NAT HLA (milli FL290 – FL410).
Þó svo að megnið af GNSS truflunum og fölsunum eigi sér stað fyrir utan NAT Region, hefur vinnuálag aukist innan svæðisins fyrir bæði flugmenn og flugumferðarstjóra vegna þess að ekki er hægt að lagfæra bilanir á meðan að vélin er á flugi.
Helstu áhrif innan NAT er að ekki er hægt að beita hæfnibundnum aðskilnaðarreglum sem byggja á RNP 4/10, CPDLC, réttmætum ADS-C gögnum og áreiðanlegum ADS-B kögunargögnum.

3 Verklag flugmanna og flugrekenda

3.1 Tímanleg tilkynning um GNSS truflun:

Mikilvægt er að tilkynna tímanlega um útfall eða bilun GNSS, tapaða RNP 4/10 hæfni, tapað CPDLC, tapað ADS-C, eða tapað ADS-B. Það gerir flugumferðarstjórn kleift að uppfæra upplýsingar og fyrirhugað skipulag flugs inn í NAT þar sem beitt er öðrum aðskilnaði en þeim sem byggður er á hæfnibundinni leiðsögu. Því fyrr sem tilkynnt er um bilun, þeim mun meiri líkur eru á  litlum sem engum áhrifum á heimilaðan flugferil, að gefnu tilliti til annarrar flugumferðar. 

3.2 Að tilkynna seint um GNSS truflun:

Þegar flugáhöfn tilkynnir seint um GNSS vandamál, til dæmis þegar loftfarið er að nálgast fyrstu vörðu á leið inn í úthafssvæði,  skortur á nothæfum ADS-B eða ADS-C gögnum sést á kerfum flugumferðarstjórnar, eða CPDLC gagnasamband kemst ekki á, eykst vinnuálag flugumferðarstjóra verulega. 
Afleiðingarnar geta orðið mikil breyting á flugferli eða flughæð loftfarsins og jafnvel annarra loftfara til að tryggja réttan  aðskilnað loftfara, til að uppfylla kröfur NAT (t.d. HLA) eða til að mæta kröfum um samræmingu við aðliggjandi flugleiðsögusvæði. 
Flugmenn sem verða fyrir eða grunar að loftfar þeirra hafi orðið fyrir GNSS truflun á leið inn í NAT Region skulu tilkynna fyrsta flugstjórnarsvæðinu um truflunina með RCL.
RCL skeyti (hvort sem sent er í gegnum ACARS eða VHF talsamt) ætti að innihalda upplýsingar um bilun ef hún skerðir leiðsöguhæfni. Einnig ættu nánari upplýsingar um bilun/áhrif á kerfi loftfarsins að vera í skeytinu. 
Dæmi: 
  1. ‘ATC REMARKS/ GNSS INTERFERENCE RNP10 ONLY’ 
  2. ‘ATC REMARKS/ NO DATA LINK’ 
  3. ‘ATC REMARKS/ DEGRADED NAVIGATION NO GNSS’ 
Einnig geta flugrekstraraðilar upplýst flugumferðastjórn um að vélar þeirra hafa orðið fyrir GNSS truflun með beinum hætti (t.d. með símtali).

4 Verklag flugleiðsöguþjónustu

Þegar tilkynning berst eða ljóst þykir að loftfarið hafi orðið fyrir GNSS truflun, mun flugleiðsöguþjónustuaðili innan NAT uppfæra upplýsingar um flugið í flugstjórnarkerfi sínu og samræma upplýsingar um flugið við aðliggjandi flugleiðsöguþjónustuaðila til að staðfesta NAT HLA stöðu og getu til að beita aðskilnaði byggðum á hæfisbundinni flugleiðsögu. 
 

4.1 Verklag flugleiðsöguþjónustu er:

  1. Flug sem uppfylla ekki að minnsta kosti RNAV 10 (RNP 10) kröfur munu fá heimild út fyrir NAT HLA (niður fyrir FL290 eða upp fyrir FL410). Þetta á þó ekki við um þann hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins né úthafssvæðis Santa Maria þar sem kögunarþjónusta er veitt með ratsjá og/eða fjölvísunarkerfi samhliða beinum talsamskiptum flugumferðarstjóra og flugmanns með VHF, svo lengi sem ratsjársvari loftfarsins virkar. 
  2. Loftfar sem missir RNP 4 á flugi en heldur RNAV 10 (RNP 10) hæfni mun fá heimild í hentuga flughæð innan NAT HLA með hliðsjón af annarri flugumferð  og fyrir utan PBCS ferla. 
  3. Loftfar sem verður fyrir bilun á CPDLC og/eða ADS-C á flugi mun fá heimild í hentuga hæð innan NAT Data Link Mandate loftrýmisins (FL290 – FL410) með hliðsjón af annarri flugumferð og fyrir utan PBCS ferla.
  4. Loftfar sem verður fyrir ADS-B bilun á flugi mun fá heimild í hentuga hæð innan NAT HLA með hliðsjón af annarri flugumferð  og fyrir utan PBCS ferla.
 
 

 

5 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
Netfang / Email:
procedures@isavia.is
 

 

 
Upplýsingabréf fellt út gildi:
Ekkert
 

 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

 

ENDIR / END